Hvernig á að vaxa Barbour jakka?

Hvernig á að vaxa Barbour jakka?

Hvernig á að vaxbera barbour jakka?

Barbour vaxjakkar hafa verið einstaklega vinsælir í gegnum áratugina og þá sérstaklega vegna þess hve vel þeir henta við íslenskar aðstæður. Vaxborið bómullarefnir hryndir vel frá sér vatni og ver þann sem jakkanum klæðist. Vaxið þornar hins vegar með tímanum og því þarf að vaxbera jakkana reglulega eða á um það bil 12 til 18 mánaða fresti. Þetta er einföld og skemmtileg athöfn og hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til þess að hjálpa þér að verja Barbour jakkann þinn svo hann haldi áfram að verja þig.

Þú þarft: Barbour vax - Pott - Heitt vatn - Tusku eða svamp.

Skref 1: Þrífðu jakkann…

Hreinsaðu ytra lag jakkans með köldu vatni og svampi. Varist að nota heitt vatn og ALDREI setja jakkann í þvottavél þar sem það fjarlægir vaxlagið varanlega og nánast ógerningur er að vaxa jakkann upp á nýtt og ná fyrr vatnsheldni.

Skref 2: Mýktu vaxið…

Taktu dós af Barbour Wax Thornproof Dressing. Opnaðu dósina og settu hana í pott með heitu vatni sem nær upp á miðja dós. Mýkti vaxið rólega í vatnsbaðinu. Það ætti að taka um það bil 15 til 20 mínútur að bræða vaxið alveg.

Skref 3: Vaxaðu jakkann…

Dýfðu tusku eða svampi í bráðið vaxið og berðu vandlega yfir allt ytra lag jakkans. Veittu saumum og álagspunktum sérstaka athygli. Varist að vaxið berist í flauelskragann eða í fóður jakkans. Gott ráð er að fara síðan yfir jakkann með hárblásara og þurri tusku til þess að jafna vaxlagið.

Skref 4: Þurrkaðu jakkann…

Þegar jakkinn hefur verið vaxborinn er best að hengja hann upp á hlýjum stað t.d. fyrir ofan ofn eða hjá hitaveitulögnum og láta hann þorna í einn til tvo sólarhringa.

ATH! Þegar jakkinn er nývaxaður mun hann mögulega smita út frá sér meðan hann er að losna við umfram vaxið. Þá er gott að varast að setjast í nývöxuðum jakka beint inn í bíl eða á sófa.

Skref 5: Vaxaðu jakkann aftur eftir 12 - 18 mánuði.

Fylgstu vel með því þegar jakkinn fer að þorna og vatnsheldnin minnkar. Þá er kominn tími á að vaxa upp á nýtt.

Gangi þér vel!

Barbour - Vax - Wax Thornproof Dressing

Barbour - Vax - Wax Thornproof Dressing

2,900 kr.

Vax til að bera á vaxjakka. Viðheldur vatnsheldni þeirra. Það er ráðlagt að bera á vaxjakka á 12-18 mánaða fresti. Þessi dós er 200ml og dugar á 1-2 jakka.… Skoða

Translation missing: is.products.product.add_to_cart

« Back to Blog

EFST Á SÍÐU