Val á Skófatnaði

Translation missing: is.blogs.article.posted_in June 29, 2015

Hvað val á skófatnaði varðar er mikilvægt að vanda sig. Þegar komið er í skódeild verslunarinnar eru gjarnan margar tegundir af skóm á boðstólnum hverju sinni. Þá er mikilvægt að skilgreina þörfina. Ef maður ætlar sér að finna skó til að nota í veislu eða á balli, við fínni föt er tilvalið að athuga hvort ekki finnist fallegir spariskór.

Liturinn á skónum skal eftir besta móti fara vel við fötin sem þá skal nota við. Ef aftur á móti ætlunin er að nota skóna til daglegrar göngu, t.d. yfir vetrartímann eru spariskór ef til vill ekki heppilegir. Þá er ráð að svipast um eftir hlýjum skóm sem þola vel bleytu og eru góðir í hálku. Að lokum er gott að einbeita sér að tveimur tegundum sem manni líst vel á og hafa svipaða eiginleika og sóst er eftir.

Þessar tegundir eru svo mátaðar þar til rétt stærð finnst og gengnir eru tveir stuttir hringir í þeim inni í búðinni til að kynnast þeim aðeins betur. Á meðan göngunni stendur er mikilvægt að sjá sig í spegli svo maður viti betur hvernig skórnir eiga við mann. Vandi maður sig við þetta eru minni líkur á því að mistök séu gerð við kaup á skófatnaði. En þess ber að geta að það sem þarf sérstaklega að passa er að fara ekki í krummafót því það fer hvorki vel með fótinn né skóna.

EFST Á SÍÐU