--
K&S - Göngum saman - Bleiki klúturinn
K&S Hálsklútur Göngum Saman

    K&S Hálsklútur Göngum Saman

    9,500 kr.
    VSK. innifalinn Sendingargjald reiknast við greiðslu.
    VÖRULÝSING

    Kormákur og Skjöldur hafa hannað glæsilegan bleikan klút fyrir styrktarfélagið Göngum saman.

    Hönnuðirnir leika sér með mynd af krabba og brjóstamerki Göngum saman. Klúturinn er afar smekklegur og nýtilegur, er fyrir alla, gengur við allt og á alltaf við.

    Klúturinn er seldur til að styðja við baráttuna við brjóstakrabbamein, styrkja rannsóknir á brjóstakrabbameini og um leið leiðina að lækningu. Göngum saman hefur veitt 165 milljónir til rannsókna frá stofnun félagsins og mun í ár styrkja vísindafólk um 15 milljónir. 

    Allur ágóði af sölunni fer beint í Vísindasjóð félagsins. 

    Styðjum baráttuna og flöggum bleikum fallegum klút.

    Ekki láta þitt eftir liggja, tryggðu þér bleikan klút.

    Efni:
    · 100% Bómull

     

    --

    Tengdar vörur

    EFST Á SÍÐU