1-2 DAGA HEIMSENDING UM ALLT LAND
Okkur hjá Kormáki og Skildi er sönn ánægja að tilkynna að í fyrsta skipti í tæp 50 ár þá er hafin framleiðsla á íslensku “ Tweedi “ eða Vaðmáli eins og það hét fyrr á öldum. Vaðmálið var gjaldmiðill okkar í viðskiptum við útlönd í gegnum aldirnar.

Sú var tíðin að íslenskt vaðmál var framleitt hérlendis

Öll stig framleiðslunnar voru unnin hér. Allt frá því að bóndinn afhenti hráa ullina, ullin var hreinsuð og þvegin, kembd og spunnið úr henni ullarband. Bandið var svo ofið í vaðmál sem var notað í fatnað, teppi, áklæði og margskonar aðra hluti. Hjá Kormáki og Skildi höfum við haft það markmið að snúa þróuninni við þegar kemur að vefnaði úr íslenskri ull. Okkar sýn er að iðnaðarvefnaður úr íslenskri ull komist aftur á laggirnar hér á landi. Því höfum við hafið framleiðslu á íslensku vaðmáli bæði fyrir innlendan og erlendan markað. Íslenska vaðmálið hefur vakið athygli eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal sem frábær kostur í áklæði fyrir innlenda sem og erlenda húsgagnaframleiðendur. Efnið hefur staðist allar gæðaprófanir og er leitast við að varan sé í senn nátturuvæn og með sömu gæði og samkeppnisaðilar erlendis bjóða upp á. Epal kynnir húsgögn sem bólstruð eru með íslensku vaðmáli sem nýjan spennandi valkost í húsgagnaframleiðslu á Hönnunarmars. Í verslun Epal má finna hinn heimsþekkta EJ 270-3 sófa frá Erik Jörgensen þar sem fyrirtækið hefur notað hið íslenska vaðmál í framleiðsluna.  Einnig eru til sýnis tvær útgáfur af hinum sígilda Kjarvalsstól klæddum íslensku vaðmáli.
Skoðaðu úrvalið
Kormákur og Skjöldur eru með úrval af jakkafötum og fylgihlutum gerðum úr íslensku vaðmáli.
Skoðið úrvalið
VERÐLISTI PR. METER
Hægt er að fá ullina í metrum.

Verð 1-15 metrar, 19.900


Verð 50-100 metrar, 18.900

Verð 100-200 metrar, 17.900

Verð 200-300 metrar, 16.900

Verð 300 - 1000 metra, 15.900

EFST Á SÍÐU